Apple fær 166 milljarða króna sekt

AFP

Samkeppnisyfirvöld í Frakklandi hafa sektað bandaríska tæknifyrirtækið Apple um 1,1 milljarð evra, sem svarar til 166 milljarða króna, fyrir brot á samkeppnislögum. Brotin snúa að viðskiptaháttum Apple í garð dreifingaraðila.

Samkvæmt tilkynningu frá samkeppnisyfirvöldum greip Apple til aðgerða til að koma í veg fyrir að sjálfstæðir endursöluaðilar í Frakklandi gætu keppt við verslanir Apple þegar kom að verði og Apple hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína.

Um er að ræða hæstu sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki í Frakklandi fyrir brot á samkeppnislögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK