Fjölmenni á málþingi um peningaþvætti

Lilja Björk Einarsdóttir, Benedikt Gíslason og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Lilja Björk Einarsdóttir, Benedikt Gíslason og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmenni var á málþingi Fjártækniklasans í Silfurbergi í Hörpu í dag þar sem rætt var um hvað er verið að gera gegn peningaþvætti.

Peningaþvættismál hafa verið í deiglunni að undanförnu, bæði vegna veru Íslands á gráum lista FATF og vegna mikillar nýsköpunar í vörnum gegn peningaþvætti á Íslandi, sem getur þannig tekið forystu í þessum málum,“ segir í tilkynningu vegna málþingsins.

Ræðumenn á málþinginu voru Guðmundur Kristjánsson, stofnandi og forstjóri Lucinity, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Ólafur Örn Guðmundsson, CTO hjá Nátthrafni, og Daníel Pálmason, lögmaður hjá Kviku banka. Fundarstjóri var Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fjölmenni var á málþinginu.
Fjölmenni var á málþinginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK