Fetaostur verður salatostur

Gömlu umbúðir fetaostsins.
Gömlu umbúðir fetaostsins. Ljósmynd/Mjólkursamsalan

Mjólkursamsalan hefur hætt notkun nafnsins feta og feti, eftir að bréf barst frá Matvælastofnun þess efnis að notkunin bryti í bága við samkomulag milli Íslands og ESB um vörumerkjavernd. Osturinn, sem áður nefndist fetaostur, verður framvegis seldur undir nöfnunum Salatostur og Veisluostur.

Forsaga máls er sú að fyr­ir­spurn barst á Evrópuþinginu frá gríska evr­ópuþing­mann­in­um Emmanouil Frag­kos en hann benti á að ýms­ar vör­ur Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar á Íslandi bæru slík nöfn, svo sem Dala Feta og Sal­at Feta. Sendi framkvæmdastjórnin í kjölfarið bréf til íslenskra stjórnvalda þar sem leitað var skýringa.

Mjólkursamsalan brást hratt við, en aðeins eru liðnir fjórir dagar frá því Matvælastofnun sendi fyrirtækinu bréfið. „Viðbrögð okkar eru bara við því sem fram kemur í bréfi Matvælastofnunar,“ segir Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Mjólkursamsölunnar. 

Í bréfi þingmannsins er einnig gerð athugasemd við vöruheitið „grísk jógúrt“, en hennar er ekki getið í bréfi Matvælastofnunar. Verður jógúrtin því enn seld undir því nafni, en Sunna bendir á að fleiri fyrirtæki selji slíkar vörur hérlendis.

Nýjar merkingar á fetaostinum sáluga.
Nýjar merkingar á fetaostinum sáluga. Ljósmynd/Mjólkursamsalan
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK