Uppsagnir flugmanna Icelandair afturkallaðar

Uppsögn 114 flugmanna Icelandair afturkölluð.
Uppsögn 114 flugmanna Icelandair afturkölluð. Friðrik Tryggvason

Icelandair hyggst afturkalla 114 uppsagnir flugmanna og bjóða þeim áframhaldandi starf hjá félaginu. Alls verða þá 139 í fullu starfi hjá félaginu frá og með 1. ágúst n.k., en 421 flugmanni var sagt upp í apríl s.l..

Í svari við fyrirspurn mbl.is, segir Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, að útreiknuð flugmannaþörf byggi á áætlun sem talin er líkleg að flogin verði út ágúst. Hann segir að í ljósi fyrirliggjandi óvissu sé einungis hægt að gera áætlanir nokkrar vikur fram í tímann og jafnvel þá séu þær breytingum háðar. Markaðir geti opnast og lokað með skömmum fyrirvara en þessi mönnun flugáhafna tryggi þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er.  

Flugmenn vonsviknir með niðurstöðuna 

Í bréfi til félagsmanna í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), sem mbl.is hefur undir höndum, má gæta vonbrigða með þann fjölda sem til stendur að endurráða. Þar segir m.a.: „Að mati FÍA eru það vonbrigði að Icelandair telji ekki réttlætanlegt að bjóða fleirum en 139 flugmönnum áframhaldandi starf.  Ennfremur er FÍA ósammála forsendum félagsins, en einungis er þar tekið mið af flugáætlun fyrir ágústmánuð“. Af bréfinu má ráða að stjórn FÍA hafi gert sér vonir um betri stöðu vegna þess að „Flugmenn [hafi] svo sannarlega sýnt það í verki að hópurinn vill standa með Icelandair...“. 

Í samtali við Jón Þór Þorvaldsson, formanns FÍA, staðfestir hann að vonast hafi verið eftir fleiri endurráðningum en að niðurstaðan hafi verið þessi. Hann lýsir að í venjulegu árferði fari fram sameiginlegt mat FÍA og Icelandair á áhafnarþörf fyrir haust og vetur. Hann segir ennfremur að félagsmenn FÍA „finni mjög til ábyrgðar“ og segist skilja þessa erfiðu stöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK