Kannar flöt á nýrri vél

Boeing 757 þoturnar eru komnar til ára sinna og löngu …
Boeing 757 þoturnar eru komnar til ára sinna og löngu hætt að smíða þær. airliners.net

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing kannar nú hvort rétt sé að hefja þróun og framleiðslu á nýrri tegund vélar sem gæti betur fyllt skarð 757-þotunnar vinsælu sem komin er til ára sinna en hefur ekki verið í framleiðslu frá árinu 2004.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að fyrirtækið hafi m.a. átt samtöl við Icelandair Group um fýsileika verkefnisins. Vitað er að flugfélagið hefur til alvarlegrar skoðunar að skipta alfarið yfir í viðskipti við Airbus, sem um þessar mundir býður upp á breiðara úrval millistórra véla sem hentað gætu inn í leiðakerfi fyrirtækisins.

Ljóst er að ef áætlanir Boeing munu hverfast um vél af þessu tagi munu líða mörg ár þar til hugmyndin færist af teikniborðinu og yfir í smíði raunverulegra véla. Það er hins vegar til marks um það í hversu mikilli vörn félagið er gagnvart aðalkeppinauti sínum, Airbus, að þessi hugmynd skuli viðruð nú, mitt í kórónuveirufaraldrinum og á sama tíma og enn er verið að greiða úr hinu mikla MAX-hneyskli sem skók gjörvallan flugheiminn í mars í fyrra, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK