Einn stjórnarmaður mun ekki samþykkja tilboð Samherja

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í greinargerð sem meirihluti stjórnar Eimskips skrifar undir vegna yfirtökutilboðs Samherja á hlutafé í félaginu er hluthöfum bent á að hlutabréfaverð félagsins sé (þann 16. nóvember þegar greinargerðin var rituð) hærra en tilboðsverði sem boðið var í bréfin. Þá kemur einnig fram að einn stjórnarmanna sem á bréf í félaginu ætli ekki að samþykkja tilboðið.

Samherji fór fyrr í ár yfir 30% viðmið um eignarhald í skráðu félagi og þurfti í kjölfarið að gera yfirtökutilboð í alla hluti félagsins. Var tilboðsverðið frá 21. október 175 krónur á hlut, en í greinargerðinni er bent á að miðað við gengi félagsins daginn áður, upp á 167,5 krónur, verði ekki séð að tilboðið sé ósanngjarnt.  Hins vegar sé gengi bréfanna hærra núna, en við lok dags stóðu bréfin í 206 krónum á hlut.

Beinir stjórnin því til hluthafa að leita sér sérfræðiráðgjafar áður en afstaða til tilboðsins sé tekin.

Undir greinargerðina rita þau Hrund Rudofsdóttir, Guðrún Ó. Blöndal, Lárus L. Blöndal og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Auk þeirra eru í stjórninni þau Baldvin Þorsteinsson, sem er stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars forstjóra Samherja, Óskar Magnússon og Jóhanna á Bergi.

Tekið er fram í greinargerðinni að Lárus sé einn fjórmenninganna sem eigi hlut í Eimskipi og að hann muni ekki samþykkja tilboðið.

Greinargerðin í heild.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK