Bæði bjartsýnn og svartsýnn

Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóri Norlandair við eina af vélum félagsins.
Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóri Norlandair við eina af vélum félagsins. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóri norðlenska flugfélagsins Norlandair er bæði svartsýnn og bjartsýnn á verkefni næsta vors hjá félaginu. 

„Mér líst ekki illa á verkefnastöðuna næsta vor, enda mega viðskiptavinir Norlandair, danski herinn og vísindamenn, fljúga til Grænlands. Þeir eru ekki í neinni snertingu við heimamenn og eru með undanþágu. Þeir heimsækja ekki þorpin, og fara beint til vísindastöðvanna og á herstöðvarnar. Þeir eru með sínar eigin reglur út af Covid,“ segir Friðrik í samtali við ViðskiptaMoggann.

Friðrik er aftur á móti svartsýnn á flug með ferðamenn næsta vor. „Þar skiptir Grímsey okkur mestu máli. Þangað fljúgum við langmest með ferðamenn. Það er okkar aðaltúristastaður. Ég sé ekki að það komist í lag strax.“

Óblítt veðurfar og umhverfi

Hverjar skyldu vera helstu áskoranir í rekstri fyrirtækis eins og Norlandair? Friðrik segir að þar komi fyrst upp í hugann mikilvægi þess að forðast áföll og tjón. Í óblíðu umhverfi og veðurfari á Grænlandi sé viðbúið að flugvélar geti skemmst, og það sé mesta áskorunin. „En við höfum verið mjög heppin. Fólk hefur ekki skaðast, og það tjón sem hefur orðið er lítilsháttar og hefur verið auðvelt að bæta.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK