Magnús til Haga

Magnús hefur undanfarin ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, segir í …
Magnús hefur undanfarin ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, segir í tilkynningu Haga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum. Hann mun hefja störf þann 1. febrúar að því er fram kemur í tilkynningu frá Högum. 

Magnús hefur undanfarin ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi. Áður leiddi hann stefnumótunarteymi Marel og fyrir það starfaði hann sem sem ráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company. 

Þar aðstoðaði hann fjölda alþjóðlegra fyrirtækja með stefnumótun, rekstrarumbætur og stærri umbreytingar, segir í tilkynningu Haga.

Magnús er með M.Eng. gráðu í iðnaðarverkfræði og aðgerðagreiningu frá UC Berkeley í Kaliforníu, og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum.
Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum. Ljósmynd/Aðsend

Þekki vel til starfseminnar

Í tilkynningunni segir Finnur Oddson, forstjóri Haga um Magnús: 

Magnús hefur í hlutverki ráðgjafa starfað náið með okkur hjá Högum og dótturfélögum frá því síðastliðið sumar við mótun áherslna Haga og dótturfélaga til framtíðar. Sú vinna hefur gengið vel og það er afar ánægjulegt að fá hann varanlega með okkur í teymið.

Magnús þekkir vel til allrar okkar starfsemi og þess sem framundan er og býr að dýrmætri reynslu úr fyrri störfum við að koma á breytingum sem skila viðskiptavinum og eigendum ávinningi. Við bjóðum Magnús sérstaklega velkominn í hópinn og væntum mikils af samstarfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK