ÍAV missir stórt verk á Kirkjusandi

Ekkert verður af frekari aðkomu ÍAV að frágangi á fjölbýlishúsunum …
Ekkert verður af frekari aðkomu ÍAV að frágangi á fjölbýlishúsunum við Kirkjusand. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka vinna nú að því að flytja verkfæri og annan búnað fyrirtækisins af athafnasvæðinu við Kirkjusand þar sem fyrirtækið hefur reist tvö stór fjölbýlishús og var búið að steypa upp ríflega 7.000 fermetra skrifstofubyggingu.

Ekkert verður af frekari aðkomu fyrirtækisins að þeirri byggingu né öðrum frágangi á fjölbýlishúsunum. Ástæðan er sú að 105 Miðborg, fjárfestingarverkefni í stýringu Íslandssjóða og eigu lífeyrissjóða, tryggingafélaga og annarra fagfjárfesta, hefur rift samstarfssamningi við verktakann. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að skýringarnar sem gefnar eru fyrir riftuninni séu miklar tafir við framkvæmdir og gallar á húsbyggingunum sem ÍAV neiti að gera við, nema gegn frekari greiðslum. Heildarumfang verkefnisins var árið 2018 metið á ríflega 10 milljarða króna og 105 Miðborg stefnir enn á frekari uppbyggingu á reitnum.

Heimildir blaðsins herma að forsvarsmenn verkefnisins hafi verið mjög ósáttir við margt í frágangi ÍAV í húsbyggingunum og að nú sé stefnt að því að ljúka betrumbótum á þeim og að gengið verði á verktryggingu verktakans vegna þess. Tryggingin er hjá tryggingafélaginu VÍS og hljóðar upp á hálfan milljarð króna.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK