Frumsýna þáttinn „Uppfærum Ísland!“

Rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í þættinum.
Rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í þættinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök verslunar og þjónustu frumsýna klukkan 10 í dag, í tilefni af aðalfundi sínum, þátt undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland! Stafræn umbreyting eða dauði.

Í þættinum, sem kemur í stað árlegrar ráðstefnu SVÞ, er fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá þáttinn í beinu streymi:

Rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði.

Rætt verður einnig við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.

Frændþjóðirnar eru framarlega 

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Skyggnst verður inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og rætt við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi, að því er segir í tilkynningu. 

Viðmælendur frá Norðurlöndunum eru:

Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland.

Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu og stjórnarmaður í SMV:Digital.

Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar.

Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK