Veltan jókst um 76% í faraldrinum

Hermann Guðmundsson er forstjóri Kemi.
Hermann Guðmundsson er forstjóri Kemi. mbl.is/Arnþór

Rekstrartekjur heildsölunnar Kemi námu rúmum milljarði í fyrra og jukust um 76% frá árinu 2019. Hermann Guðmundsson forstjóri fyrirtækisins og stærsti hluthafi þess segir árið í fyrra engu öðru líkt.

„Við höfum áður verið að vaxa um 10-15 prósent á ári og það hefur verið mjög vel viðráðanlegt. Þetta fór hins vegar alveg úr böndunum í fyrra. Það var hins vegar fyrst og fremst viðbragð við gríðarlegri eftirspurn eftir ákveðnum vörum sem við höfum umboð fyrir en ekki afleiðing af meðvitaðri stefnumótun um að vaxa.“

Vísar Hermann þar til þeirrar staðreyndar að Kemi er umboðsaðili fyrir vörur sem gríðarleg eftirspurn varð eftir í kjölfar þess að kórónuveirufaraldurinn braust út um allan heim.

„Sala í andlitsgrímum, einnota hönskum, sótthreinsunarspritti og öðru slíku óx gríðarlega og við urðum í raun að setja upp loftbrú með vikulegum flugsendingum til landsins til þess að anna eftirspurninni. Þetta var stórmál og fól í sér beinar flugsendingar frá Kína, Frankfurt, Belgíu og London. Allur heimurinn var að kalla eftir vörum og þar urðu persónuleg tengsl okkar við birgja mjög mikilvæg og þetta breyttist í verkefni sjö daga vikunnar.“

Lestu ítarlegra viðtal við Hermann í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK