Byko dregur úr losun um 19%

Verslun Byko.
Verslun Byko. mbl.is/Arnar Þór

Byko hefur dregið úr eigin losun gróðurhúsaloftegunda um 15% á árinu 2020 miðað við árið á undan og alls um 19% síðan mælingar hófust fyrir tveimur árum. 

Kolefnisbinding fyrirtækisins nemur um 1.200 tonnum á ári að því er fram kemur í tilkynningu. 

Eigin losun gróðurhúsalofttegunda á árinu 2020 nam 340 tonnum af CO2 og kolefnisbinding fyrirtækisins í skóglendi Byko á Drumboddsstöðum II nemur um 1.200 tonnum CO2 á ári. Sé kolefnislosun fyrirtækisins út frá eigin rekstri sett í samhengi við stöðugildafjölda þá er losun á hvert stöðugildi 1,0 tonn 2020 en var 1,14 tonn 2019 eða um 14% minnkun.

Byko hóf á síðasta ári samstarf við Skógræktina til þess að kortleggja og meta þá bindingu gróðurhúsaloftegunda sem hefur átt sér stað í gegnum árin. Út frá þeirri vinnu var hægt að áætla heildarbindingu ársins 2020. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK