Vilja komast í læri hjá kraftaverkamanni

Eigendurnir Elías Guðmundsson (lengst til vinstri) og Viggó Vigfússon (lengst …
Eigendurnir Elías Guðmundsson (lengst til vinstri) og Viggó Vigfússon (lengst til hægri) ásamt Arnari Inga Kristensen vaktstjóra, Sigurjóni Braga Geirssyni yfirkokki og Sindra Guðbrandi Sigurðssyni vaktstjóra. Hallur Karlsson

Æskuvinirnir Elías Guðmundsson, sem gjarnan er kenndur við Gló, og Viggó Vigfússon, sem m.a. stofnaði súkkulaðigerðina Omnom, ísgerðina Skúbb og pizzagerðina BlackBox. opna nýjan og voldugan veitingastað í gamla vélsmiðjusalnum sem lengst af hýsti starfsemi Héðins þann 17. júní nk. Heiti staðarins er sótt í þá merku sögu Héðinn Kitchen & Bar.

Viggó og Elías segja mikla samkeppni í íslenskum veitingageira, m.a. um starfsfólk. Miklu máli skiptir að hafa fólk að störfum sem kunni til verka. Þar þurfi að blanda saman reynslu og menntun annars vegar og dugmiklu fólki hins vegar.

Þar skipti ekki síst máli að þeir sem kunni vel til verka miðli áfram af reynslu sinni og af þeim sökum hyggjast þeir sinna uppfræðslu starfsfólks vel, ekki síst með tilliti til þjónustunnar og þeirra rétta sem boðið verður upp á.

Viggó ítrekar hins vegar að samkeppnin sé oft ójöfn og að meira þurfi að gera til þess að tryggja rétt vinnandi fólks og atvinnurekenda sem vilji hafa hlutina á hreinu.

Launahlutfallið af rekstrarkostnaði 12%

„Við gerum skriflega ráðningarsamninga við allt okkar fólk. Við ætlum að standa við okkar hlut og gerum að sjálfsögðu kröfu um að það gangi í báðar áttir. En svo erum við að keppa við staði sem virðast lúta öðrum lögmálum.

Þar nefni ég t.d. Mandí þar sem launahlutfallið af rekstrarkostnaði er 12%. Mér finnst að eigandi þess staðar þurfi að kenna okkur hinum hvernig hægt sé að ná þessum árangri. Það hefur engum tekist nokkurn tíma. Ef hann getur ekki útskýrt hvernig hann fer að þessu þá finnst mér að yfirvöld verði að gera það.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK