Níu frumkvöðlar valdir í Startup Supernova

Þátttakendur í Startup Supernova í fyrra.
Þátttakendur í Startup Supernova í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Níu nýsköpunarfyrirtæki hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Supernova, sem er samstarfsverkefni Icelandic Startups og fjarskiptafyrirtækisins Nova. Alls bárust 82 umsóknir um plássin níu.

Meðal hugmynda þessara fyrirtækja er app sem hjálpar fólki að halda gæludýrunum sínum hraustum, fatnaður búinn til úr endurunnu plasti úr sjónum og sánabaðstofa á hjólum sem ferðast yfir hálendi Íslands.

Fyrirtækin sem taka þátt fá öll eina milljón króna í styrk til að nýta við uppbyggingu verkefnisins auk vinnuaðstöðu í Grósku í Vatnsmýri þar sem þau njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjárfesta, stjórnenda og ráðgjafa.

Meðal fyrirtækja sem áður hafa tekið þátt í hraðlinum eru Nordic Wasabi, Volcano huts, Kaptio, Genki, Authenteq, Florealis og Activity stream.

Tíunda plássið var auglýst til sölu en alþjóðlegt stórfyrirtæki keypti sætið fyrir teymi á sínum vegum og verður tilkynnt á næstunni hver það er, að því er segir í tilkynningu.

Fyrirtækin níu eru:

Iðunn H2: IðunnH2 þróar sjálfbær vetnisvistkerfi með það að markmiði að minnka kolefnisspor mannkyns. Þetta er eina fyrirtækið með íslenskt nafn.

Pet fit health: PetFit appið snýst um heilsu og þjálfun gæludýra og er í leikjaformi sem gerir það skemmtilegt. Geta gæludýra eigendur keppt sín á milli hver er duglegastur að hugsa um dýrið og ná tilteknum markmiði.

PLAIO: PLAIO gerir fyrirtækjum kleift að nýta eigin gögn til að gera spár, áætlanir og annað með sem minnstum tilkostnaði og tæknilegri þekkingu.

Procura: Procura færir fasteignaviðskipti í símann og hjálpar fólki að nálgast upplýsingar og þjónustu sem varða rekstur og umsjón fasteigna.

Vvenue: Venue sérhæfir sig í aðgangsstýringu og miðasölu á stafræna viðburði af öllum gerðum.

Swapp Agency: Swapp Agency aðstoðar íslensk fyrirtæki í útrás með mannauðslausnum ásamt því að aðstoða erlenda sérfræðinga sem koma til Íslands.

Wildness: Wildness er sjálfbært fatamerki sem vinnur með lífræn efni og efni úr endurunnu plasti úr sjónum.

Travia: Travia er nútíma markaðstorg fyrir ferðaskrifstofur og gististaði. Með Travia geta ferðaskrifstofur bókað beint inn á gististaði í rauntíma, á raunframboði og á bestu mögulegu verðunum.

Saunabus: Saunabus er rúta með innbyggðri saunu sem mun ferðast um hálendi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK