Áskriftir borist í alla hlutina í boði

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Árni Sæberg

Bankasýslan og Íslandsbanki sendu frá sér tilkynningu í kvöld að áskriftir hefðu borist fyrir öllum hlutum sem eru í boði í hlutafjárútboði bankans umfram efri mörk útboðsstærðar, þar með talið valréttarhluti, á öllu verðbilinu. Útboðið hófst í morgun, og á að ljúka 15. júní næstkomandi. 

Um er að ræða útboð á rúmlega 636 milljónum hlutum af hlutafé ríkissjóðs í Íslandsbanka, en í útboðslýsingu Bankasýslunnar og Íslandsbanka sem birtist fyrr í dag kemur fram að leiðbeinandi verðbil þess sé á bilinu 71-79 krónur á hvern hlut, sem leiðir til að áætlað markaðsvirði Íslands­banka í kjöl­far útboðsins er um 150 millj­arðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK