5,5% atvinnuleysi í ágúst

Vinnumálastofnun spáir því að draga muni áfram úr atvinnuleysi í …
Vinnumálastofnun spáir því að draga muni áfram úr atvinnuleysi í september m.a. vegna árstíðarsveiflu og verði á bilinu 5,1% til 5,4%. mbl.is/Unnur Karen

Skráð atvinnuleysi var 5,5% í ágúst og lækkaði úr 6,1% í júlí. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.010 sem nemur rúmlega 8% fækkun atvinnulausra frá júlímánuði.

Atvinnuleysi var 7,4% í júní, 9,1% í maí, 10,4% í apríl og 11,0% í mars 2021.

Atvinnulausir voru alls 11.499 í lok ágúst, 6.158 karlar og 5.341 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 404 frá júlílokum og atvinnulausum konum fækkaði um 634, að því er segir á vef Vinnumálastofnunar.

Af þeim 1.038 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í ágúst fóru ca. 500 á ráðningarstyrk, hins vegar bættust rúmlega 1.000 nýir atvinnuleitendur við í ágúst.

Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,7% og minnkaði úr 10,9% í júlí. Næstmest var atvinnuleysið 6,1% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 6,7% frá því í júlí.

Spáir því að draga muni áfram úr atvinnuleysi

Vinnumálastofnun spáir því að draga muni áfram úr atvinnuleysi í september, m.a. vegna árstíðarsveiflu og verði á bilinu 5,1% til 5,4%. Gera má ráð fyrir því að 2-300 einstaklingar muni aftur koma inn á skrá í september þegar ráðningarstyrk lýkur, að því er stofnunin greinir frá.

Alls höfðu 5.083 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok ágúst og fækkaði um 278 frá júlí. Hins vegar voru þeir 3.051 í ágústlok 2020.

„Alls komu inn 908 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í ágúst. Um fjölbreytt störf var að ræða, flest störfin voru störf verkafólks í ýmiss konar þjónustu eða 306 störf. Flest auglýstra starfa eru átaksverkefni eða reynsluráðningar eða um 73%, önnur teljast almenn störf.

Alls voru 4.492 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði um 440 frá júlí. Í ágúst 2020 var fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara 7.173 og hefur því fækkað um 2.681 frá þeim tíma. Í ágúst gaf Vinnumálastofnun út 236 atvinnuleyfi til erlendra ríkisborgara til að starfa hér á landi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK