Ferðaþjónustan fær 48 m.kr. til orkuskipta

Flestir styrkirnir eru til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði.
Flestir styrkirnir eru til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði. mbl.is/Hari

Ferðaþjónustan hlaut rúmlega 48 milljóna króna styrk til orkuskipta á dögunum úr Orkusjóði. Fjárhæðin skiptist á milli 38 mismunandi ferðaþjónustufyrirtækja og voru flestir styrkjanna veittir til uppsetningar á bílahleðslustöðvum við gististaði.

Stærsti styrkþeginn var fyrirtækið Íslandshótel, sem rekur 17 hótel víðsvegar um landið, en það hlaut tólf mismunandi styrkúthlutanir upp á samtals 11 m.kr. Allir styrkirnir voru veittir til uppsetningar á bílahleðslustöðvum við hótel fyrirtækisins.

Icelandic Lava Show ehf. hlaut annan hæsta styrkinn eða rúmlega 9 m.kr. Styrkurinn var veittur til orkuskipta frá própan- í metangas í hraunbræðslu.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK