Íslenska orkan eftirsótt

Íslenska orkan er eftirsótt.
Íslenska orkan er eftirsótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mikla hækkun raforkuverðs á norræna markaðinum hafa aukið áhuga erlendra aðila á fjárfestingu á Íslandi.

„Þessi þróun styrkir samkeppnisstöðu Íslands og gerir það að verkum að fyrirtæki horfa í auknum mæli til Íslands,“ segir Hörður.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir aðspurður að eftirspurnin eftir orku erlendis frá hafi aukist, í kjölfar þess að raforkuverð hækkaði á mörkuðum ytra.

Þurfa nýja Suðurnesjalínu

Erlendir aðilar hafi m.a. áhuga á að framleiða vetni. Mörg verkefnin þurfi hins vegar mikla orku og því sé afhendingargetan á Suðurnesjum flöskuháls, sem kalli á að Suðurnesjalína númer 2 verði reist.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, telur rétt að stíga varlega til jarðar í þessum efnum.

„Varðandi eftirspurnina að utan er það grundvallarmál að við hlaupum ekki eftir því hverjir vilja kaupa rafmagn. Við eigum sjálf að finna jafnvægi milli nytja og náttúruverndar. Því miður hefur rammaáætlun ekki staðið undir þeim væntingum sem til hennar stóðu.“

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir útflutningstekjur álvera á Íslandi hafa numið um 210 milljörðum í fyrra. Þar af hafi innlendur kostnaður verið 93 milljarðar. Ætla megi að þessar fjárhæðir hækki verulega með hærra álverði.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK