Mesta hækkun hlutabréfamarkaðarins hér á landi

Á tólf mánaða tímabili frá byrjun september í fyrra og til loka ágúst í ár var hækkun á hlutabréfamarkaðinum hér á landi 65,4%, en það var mesta hækkun yfir heiminn á þessu tímabili þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða.

Til viðmiðunar var 12 mánaða hækkun næst hæst í Svíþjóð eða 41,7% og þar á eftir í Þýskalandi, þar sem hækkunin var 37,7%. Hækkanir á hinum Norðurlöndunum var á milli 30,4-35,9%. Í Bandaríkjunum hækkaði hlutabréfamarkaðurinn á sama tíma um 29,2% og í Bretlandi um 23%.  Í Asíu var hækkunin tempraðri á þessu tímabili, eða 21,2% í Japan og 4,4% í Kína.

Hér á landi voru fjögur hlutafjárútboð á þessu tólf mánaða tímabili, en félögin Íslandsbanki, Play, Síldarvinnslan og Solid clouds voru öll skráð á markað.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK