Ráðin til Play frá Icelandair

Tatiana Shirokova er nýr forstöðumaður sölusviðs Play.
Tatiana Shirokova er nýr forstöðumaður sölusviðs Play. Ljósmynd/Icelandair

Flugfélagið Play hefur ráðið Tatiönu Shirokova sem forstöðumann sölusviðs fyrirtækisins, en hún mun bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Tatiana kemur til Play frá Icelandair, en þar hefur hún starfað síðustu fjögur ár, fyrst í alþjóðlegum viðskiptatengslum og síðar sem sölustjóri á alþjóðlegum mörkuðum. Þar áður var hún forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá flugleitarvél Dohop.

Tatiana hefur einnig alþjóðlega reynslu en hún starfaði og stundaði nám í Rússlandi. Hún stýrði Global Business Travel Association (GBTA) í Rússlandi, vann í auglýsingamálum fyrir vörumerkið, sá um þjálfun starfsfólks ásamt því að skipuleggja ráðstefnur og viðburði og vinna að markaðs- og kynningarmálum á svæðinu. Þá var hún forstöðumaður sölusviðs hjá Discover the World og British Midland International. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri sölumála hjá Thai Airways International á árunum 2005-2007 og starfaði í sölu- og markaðsmálum hjá British Airways á árunum 2000-2005.

Tatiana er með MBA gráðu í stjórnun frá Rússlandi með áherslu á stjórnun. Þá er hún með diplómu í stafrænni markaðssetningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK