2022 verði 80% af því sem var fyrir faraldur

Þota Icelandair.
Þota Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Vika er síðan Bandaríkin opnuðu landamæri sín fyrir bólusettum ferðamönnum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir vel hafa gengið á þessum tíma. „Reksturinn hefur almennt gengið vel. Fólk var þegar farið að bóka ferðir þegar opnun Bandaríkjanna var upphaflega tilkynnt en þegar dagsetningin lá fyrir jókst bókunarflæðið enn frekar,“ segir Bogi.

Icelandair flýgur eins og staðan er í dag til tíu áfangastaða í Bandaríkjunum. Bogi segir að fyrirtækið sé hægt og bítandi að færast nær því sem var fyrir faraldurinn. Flugframboð á þriðja ársfjórðungi hafi verið um 50% af framboðinu á sama fjórðungi 2019 og hlutfallið á fjórða fjórðungi sé um 65%. „Við erum svo að sjá fram á að næsta ár verði framboðið allt að 80% af því sem það var árið 2019, þannig að við höldum uppbyggingunni áfram og færumst nær og nær eðlilegum rekstri, eins og hann var fyrir faraldurinn.“

Aukið í takt við bókunarflæði

Fljótlega eftir að dagsetningin var tilkynnt jók Icelandair sætaframboðið til Bandaríkjanna og segir Bogi að sætaframboðið sé endurskoðað reglulega og metið út frá bókunarflæðinu. Hann segir að ekki verði bætt við nýjum áfangastöðum þennan fjórðunginn en bætir þó við:

„Við erum ávallt tilbúin að grípa tækifærin þegar þau gefast og munum mögulega bæta við nýjum áfangastöðum á nýju ári, en núna eru fjórtán áfangastaðir í sölu í Norður-Ameríku sumarið 2022.“

Nánar er rætt við Boga í Morgunblaði dagsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK