„Guðfaðir“ WOW air festir kaup á 111 Airbus-þotum

Til vinstri á myndinni sést Udvar Hazy munda líkan af …
Til vinstri á myndinni sést Udvar Hazy munda líkan af þotu meðmerki ALC. Með honum á myndinni, sem tekin var 2013, er Reymond Conner,þáverandi forstjóri Boeing, en ALC hefur einnig keypt margar vélar þaðan. AFP

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur undirritað samning við Airbus um kaup á 111 nýjum farþegaþotum af gerðinni A220, A320, A330 og A350. Þetta var tilkynnt til kauphallaryfirvalda í Bandaríkjunum í gær en ALC er skráð á markað í Kauphöllinni í New York og er markaðsvirði þess 5,4 milljarðar dollara, jafnvirði ríflega 700 milljarða króna. Er fyrirtækið því sjónarmun verðmætara en Marel, svo dæmi sé tekið.

Fyrir ALC fer Steven Udvar Hazy, sem stofnaði fyrirtækið árið 2010, en um hann hefur verið sagt að enginn maður núlifandi eða látinn hafi keypt og selt jafn margar flugvélar. Hefur hann komið mjög við sögu í íslenskri flugsögu en hann stóð að baki fjármögnun stórs hluta flugvélaflota WOW air á sínum tíma og var því á sína vísu einskonar „guðfaðir“ fyrirtækisins. Hann stóð jafnframt í miklu stappi við þrotabú WOW air og flugvallaryfirvöld í Keflavík eftir að vél í hans eigu var kyrrsett á vellinum vegna skuldar flugfélagsins við Isavia vegna vangoldinna flugvallar- og þjónustugjalda. Samningurinn sem Hazy hefur nú gert er risavaxinn og felst í kaupum á 25 A220-300 vélum, 55 A321NEO vélum (sama tegund og Play notast við), 20 A321XLR vélum, fjórum A330NEO breiðþotum og sjö A350 risabreiðþotum. Þetta eru ekki fyrstu risaviðskipti ALC og Airbus því á síðasta áratug hefur fyrrnefnda fyrirtækið lagt inn pöntun fyrir nærri 500 farþegaþotum frá evrópska flugvélaframleiðandanum.

Samhliða nýjasta samningnum hafa fyrirtækin tvö ákveðið að koma á fót sjálfbærnisjóði sem í verða lagðar milljónir dollara. Verður honum ætlað að fjárfesta í verkefnum sem ýta undir sjálfbærni flugiðnaðarins og í verkefnum sem draga úr kolefnisfótspori hans. Hazy sagði við undirritun samningsins að hann væri til þess gerður að mæta ört vaxandi eftirspurn í fluggeiranum. Hann sagði einnig að nýi sjóðurinn væri mikilvægur fyrir framtíð fluggeirans. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK