Fjórar flöskur af Lúðvík þrettánda hafa selst á árinu

Flöskunar sem geyma Louis XIII koníakið eru mikil listasmíð.
Flöskunar sem geyma Louis XIII koníakið eru mikil listasmíð. Ljósmydn/Remy Martin

Það sem af er þessu ári hafa fjórar flöskur selst hér á landi af einu dýrasta og fágætasta koníaki sem völ er á í heiminum. Þetta staðfestir Birkir Ívar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vínness, sem flytur vínið inn.

Þar er á ferðinni svokallað Louis XIII koníak úr smiðju Remy Martin. Sala upp á fjórar flöskur væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að verðmiðinn á hverri þeirra er tæplega 450 þúsund krónur. Flöskurnar eru 700 ml og koma í fagurbúinni öskju og hver flaska er handgerð og einstök af þeim sökum. Birkir Ívar segir að sex flöskur séu fluttar til landsins á ári hverju.

Birkir Ívar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vínness, sem flytur vínið inn.
Birkir Ívar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vínness, sem flytur vínið inn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðið á víninu hér á landi er afar samkeppnishæft á við það sem gerist erlendis. Í Englandi kostar flaskan 2.900 pund, jafnvirði ríflega 517 þúsund króna.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK