Icelandair ekki svifið hærra í heilt ár

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréf flugfélagsins Icelandair Group hafa hækkað verulega í viðskiptum dagsins og hefur gengi þeirra ekki verið hærra í heilt ár.

Þannig hafa bréfin hækkað um tæp 5% í viðskiptum dagsins og nemur velta með bréf félagsins ríflega 435 milljónum króna.

Markaðsvirði Icelandair miðað við nýjustu vendingar er tæpir 68,7 milljarðar króna.

Á síðustu 52 vikum hefur gengi félagsins sveiflast talsvert en lægst fór það í 1,28 í mars síðastliðnum. Nú er gengið hins vegar í 1,91 og hefur því hækkað um 49,2% frá þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK