Algalíf 25 milljarða virði?

Verið er að reisa nýja þörungaverksmiðju við höfuðstöðvar Algalífs sem …
Verið er að reisa nýja þörungaverksmiðju við höfuðstöðvar Algalífs sem mun ríflega þrefalda framleiðsluna. mbl.is/Eggert

Algalíf hyggst margfalda framleiðslu á fæðubótarefninu astaxanthíni en eigendurnir eru opnir fyrir að selja félagið til Íslendinga.

Orri Björnsson, forstjóri Algalífs, segir áætlað að verksmiðja fyrirtækisins verði 25 milljarða króna virði þegar stækkun hennar lýkur árið 2023. Fyrirtækið hyggist sækja fram á nýjum mörkuðum en það geri ráð fyrir að markaðurinn fyrir astaxanthín muni margfaldast á næstu árum.

Algalíf notar nú að meðaltali 2,5 MW og eykst notkunin í 8,5-9 MW eftir stækkun úr 1.500 í 5.000 kíló sem lýkur árið 2023. Svo er áformað að tvöfalda framleiðsluna í 10.000 kíló og eykst orkuþörfin þá í 15-18 MW. Verðmætið gæti þá orðið 50 milljarðar, sé gengið út frá fyrra mati á verðmætinu eftir stækkunina 2023.

Orkukreppan í Evrópu styrkir stöðuna

Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.
Orri Björnsson, forstjóri Algalífs. mbl.is/Eggert

 

Orri segir hækkandi raforkuverð í Evrópu hafa styrkt samkeppnisstöðu Algalífs. „Ég veit fyrir víst að fyrirtæki sem eru að framleiða astaxanthín í Evrópu borga fjórum og jafnvel fimm sinnum meira fyrir orkuna í dag, sem er skelfilegt fyrir þau. Þótt orkan sé kannski ekki nema 15% af söluverðinu hjá okkur gengur dæmið ekki upp ef orkuverð er orðið fjórum sinnum hærra,“ segir Orri sem telur ólíklegt að orkuverðið lækki í fyrra horf í Evrópu.

Þörungarnir sem astaxanthín er unnið úr eru ræktaðir í glerrörum.
Þörungarnir sem astaxanthín er unnið úr eru ræktaðir í glerrörum. mbl.is/Eggert

Ýtarlega er rætt við Orra um tækifærin fram undan í miðopnuviðtali ViðskiptaMoggans í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK