Fjórir Íslendingar til starfa hjá SaltPay í London

SaltPay hét áður Borgun en skipti um eigendur og nafn …
SaltPay hét áður Borgun en skipti um eigendur og nafn árið 2020 þegar Salt Pay co. keypti það. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir Íslendingar hafa verið ráðnir til starfa hjá fjártæknifyrirtækinu SaltPay á skrifstofunni í London. SaltPay var stofnað í Bretlandi árið 2019 og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í London.

Hildur Sif Hauksdóttir mun byggja upp nýtt teymi sem snýr að viðskiptatengslum. Hildur Sif er 28 ára og uppalin í Kópavogi. Hún útskrifaðist með BSc í sálfræði frá Háskóla Íslands og stundaði einnig nám við Florida Atlantic University. Hún hefur unnið hjá SaltPay frá því fyrirtækið tók til starfa hér á landi, eða í eitt og hálft ár. Hildur Sif hefur meðal annars starfað sem samfélagsmiðlastjóri og flugfreyja, að því er kemur fram í tilkynningu. 

Oktavía Signý Hilmarsdóttir mun leiða deild viðskiptatengsla í London. Hún hefur starfað í viðskiptatengslum hjá SaltPay og hafa störf hennar meðal annars verið að þróa og sameina mismunandi ferla á milli starfsstöðva SaltPay á Íslandi, Portúgal, Tékklandi, Ungverjalandi og Slóvakíu. Oktavía er 26 ára Hafnfirðingur sem útskrifaðist frá viðskiptadeild Háskóla Íslands sumarið 2020. Hún starfaði hjá Borgun frá árinu 2018 og hefur verið hjá SaltPay frá upphafi.

Róbert Elmarsson starfar við vörumerkjaþróun SaltPay ásamt því að framleiða markaðs- og kynningarefni. Róbert er 28 ára, frá Hafnarfirði, og einn stofnenda og meðeigandi tískuvörumerkisins INKLAW sem stórstjörnur á borð við Justin Bieber og Taylor Swift hafa klæðst. Róbert hefur starfað hjá SaltPay síðan 2020 þegar fyrirtækið tók yfir Borgun.

Sara Dröfn Gunnarsdóttir leiðir teymi sem sér um lausafjárstýringu Saltpay á alþjóðavísu sem er hluti af Global fjárstýringu félagsins. Sara Dröfn er 27 ára, úr Kópavogi, og útskrifuð með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sara hóf störf hjá Borgun árið 2017 samhliða námi og starfaði við fjárstýringu eftir útskrift. Sara hefur meðal annars séð um sjálfvirknivæðingu fjárstýringar félagsins á Íslandi ásamt samskiptum við innlenda og erlenda banka, þar til hún tók núverið við lausafjárstýringu móðurfélagsins.

Frá stofnun hefur SaltPay fjárfest í félögum sem deila sömu sýn og markmiðum. Má þar nefna félög eins og Paymentology, Noona, Yoyo, SalesCloud og DineOut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK