Engin áhrif stríðs á hótelbókanir

Bókanir inn á sumarið líta vel út hjá þeim hótelkeðjum …
Bókanir inn á sumarið líta vel út hjá þeim hótelkeðjum sem ViðskiptaMogginn ræddi við. mbl.is/Þorgeir

Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, FHG, og framkvæmdastjóri Center hótela, segir í samtali við ViðskiptaMoggann spurður um áhrif stríðsins í Úkraínu á bókanir á hótelum að átökin hafi ekki haft áhrif að heitið geti enn þá. „En óvissan er til staðar. Þarna er kominn nýr óvissuþáttur eftir að Covid-faraldurinn hjaðnaði,“ segir Kristófer.

Áhrifin frekar jákvæð

Snorri Pétur Eggertsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Keahótelunum, segist ekki hafa séð nein neikvæð áhrif á bókunarstöðuna vegna stríðsins. „Áhrifin eru frekar jákvæð ef eitthvað er. Bókanir í febrúar og mars hafa gengið mjög vel og við höfum fengið mikið af bókunum á síðustu stundu og sumarið lítur vel út. Það er ekkert lát á bókunum þar,“ segir Snorri sem segir þær svipaðar og fyrir faraldur.

Hann segir að í samtölum sínum við erlendar hótelkeðjur lýsi menn áhyggjum af að Bandaríkjamenn fari ekki til Evrópu vegna átakanna en sjálfur hafi hann á tilfinningunni að þeir vilji samt sem áður koma til Íslands.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK