Segir bankann og starfsmenn hafa farið eftir reglum

Átta starfsmenn eða einstaklingar nátengdir starfsmönnum Íslandsbanka keyptu í bankanum þegar 22,5% hlutur ríkisins í honum var seldur 22. mars. Í svörum frá bankanum kemur fram að starfsmenn hans sem keyptu hluti hafi ekki verið innherjar.

Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, sem sá um útboðið þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur, keypti í bankanum fyrir rúma milljón króna.

Auk starfsmanns verðbréfamiðlunar keypti sviðsstjóri Íslandssjóða, sem eru í eigu bankans, fyrir 4,5 milljónir króna. Ekki var tilkynnt að þessir aðilar væru innherjar í útboðinu en auk þeirra keyptu sex aðrir starfsmenn eða nátengdir starfsmönnum bankans í útboðinu.

Ekki innherjar

„Starfsmenn sem um er rætt eru ekki innherjar og vert að taka fram að Íslandsbanki var einn af átta söluaðilum,“ segir í svari Eddu Hermannsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, við fyrirspurn mbl.is um hvort eðlilegt þyki að starfsmaður verðbréfamiðlunar bankans kaupi í útboði sem verðbréfamiðlunin sá um.

Bent er á að bankinn sé einn af átta söluaðilum. Starfsfólki hafði þröngan tímaramma til að skila inn áskrift um leið og útboð hófst og fá leyfi regluvörslu bankans fyrir kaupunum.

„Allir starfsmenn sem tóku þátt eru skilgreindir fagfjárfestar og því farið eftir reglum,“ segir enn fremur í svari Eddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK