Uppfærð viðmið við val á fyrirtækjum

Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.
Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Creditinfo hefur uppfært viðmið félagsins við val á Framúrskarandi fyrirtækjum. Nú þurfa félögin, sem til greina koma við valið, að uppfylla fleiri skilyrði en áður. Til að hljóta útnefningu sem Framúrskarandi fyrirtæki þurfa fyrirtæki, nú sem áður, meðal annars að hafa á þriggja ára tímabili skilað ársreikningi, vera með jákvæðan rekstrarhagnað, eiginfjárhlutfall yfir 20%, eiga eignir fyrir 100 milljónir króna og uppfylla önnur skilyrði sem hafa verið til staðar um árabil.

Til viðbótar við þær kröfur sem gerðar hafa verið, verður nú gerð meiri krafa til fyrirtækja sem teljast stór á innlendum markaði, þ.e. félög sem hafa meira en 10 milljarða króna í ársveltu. Fyrirtækin þurfa einnig að svara spurningalista um sjálfbærni, spurningum um markmið í umhverfismálum, hvort þau uppfylli ákvæði laga um kjarasamninga og réttindi starfsfólks, um kynjasamsetningu starfsmanna og stjórnenda og önnur atriði sem snúa að starfsmannamálum.

Þá þarf einnig að svara því hvort þau hafi sett sér siðareglur, hvort fyrirtæki sæti opinberri rannsókn, hvort stjórn hafi sett sér stefnu um góða stjórnarhætti og önnur atriði sem snúa að stjórnun og rekstri.

Á heimasíðu Creditinfo kemur fram að ástæðan fyrir þessu skrefi sé að eðlilegt þyki að gera meiri kröfur til leiðandi stórra fyrirtækja, sem munu með sínu starfi verða hvatning til minni fyrirtækja til að fylgja fordæmi þeirra. Creditinfo áskilur sér einnig rétt til að fjarlægja fyrirtæki tímabundið af lista vegna opinberra rannsókna, sem geta haft stórfelld áhrif á fyrirtækið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK