Gengi Íslandsbanka nálgast útboðsgengið

Gengi bréfa í Íslandsbanka stendur nú í 118 kr. og hefur ekki verið lægra frá því undir lok september í fyrra. Gengi bréfanna er nú aðeins einni krónu hærra en útboðsgengi þegar ríkissjóður seldi 22,5% hlut sinn þann 22. mars sl. með tilboðsfyrirkomulagi. Ríkissjóður fékk í sinn hlut um 53 milljarða króna. Velta með bréf í bankanum nemur það sem af er degi um 460 milljónum króna.

Sem kunnugt er var gengi bréfa í bankanum 122 kr. á hlut daginn sem fyrrnefnt útboðið fór fram. Gengið hækkaði nokkuð fyrstu dagana á eftir og náði hámarki í 130 kr. á hlut í byrjun apríl, en hefur síðan þá lækkað jafnt og þétt. Gengið hefur nú lækkað um 4,3% á einum mánuði og um 4,75% frá áramótum. Samhliða þessari lækkun hefur eignarhlutur ríkisins einnig lækkað, en hann nemur nú um 100 milljörðum króna.

Töluverð lækkun hefur átt sér stað í Kauphöllinni það sem af er degi sem og síðustu daga. OMXI10 Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 2,3% í hádeginu. Hagar hafa lækkað um tæp 5% það sem af er degi, Festi um 3,7%, Síminn um 2,9%, Arion um 2,8%, Icelandair um 2,5%, Kvika um 2,4% en Icelandair, Brim og Sjóvá um 2%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK