Skógarböðin opnuð í dag

Vatnið í Skógarböðunum er tengt við vatnið sem runnið hefur …
Vatnið í Skógarböðunum er tengt við vatnið sem runnið hefur úr Vaðlaheiðagöngunum frá því þau voru sprengd á sínum tíma. Aðsend/Axel Þórhallsson

Skógarböðin á Akureyri opnuðu í fyrsta skipti í dag og fara bókanir hratt af stað að sögn framkvæmdastjóra. Getur því landinn nú baðað sig og notið náttúrunnar inni í þéttvöxnum skóginum með útsýni yfir fjörðinn og Akureyri.

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur og viðburðaríkur dagur. Mikið af fólki er búið að koma hérna við hjá okkur, bæði að fara í böðin en líka á veitingastaðinn,“ segir Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna, í samtali við mbl.is.

Hún segist finna fyrir jákvæðni og almennri ánægju fólks með útkomuna. „Þetta bara gengur eins og í virkilega góðri og fallegri sögu.“

„Fólk getur setið hérna og legið og notið útsýnis yfir …
„Fólk getur setið hérna og legið og notið útsýnis yfir fjörðinn og yfir Akureyri. Tengst náttúrunni hérna á fallegan hátt,“ segir Tinna. Aðsend/Axel Þórhallsson

Nýta vatn úr Vaðlaheiðagöngum

Spurð út í sögu og aðdraganda verkefnisins segir Tinna að aðaleigendurnir, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, séu búin að vera með hugmyndina í maganum í þó nokkurn tíma, en þó sé innan við ár frá því framkvæmdir við húsið hófust.

Vatnið í Skógarböðunum er tengt við vatnið sem runnið hefur úr Vaðlaheiðagöngunum frá því þau voru sprengd á sínum tíma.

Í lóninu má finna tvær laugar, kaldan pott, saunu og …
Í lóninu má finna tvær laugar, kaldan pott, saunu og tvo bari. Aðsend/Axel Þórhallsson

„Það er búið að leggja lagnir og beina vatninu hingað í böðin til okkar. Þannig við erum að nýta vatnið þaðan.“

Styttist í ferðamannastrauminn

Aðspurð segir Tinna bókanirnar fara hratt að stað en opnað var formlega fyrir bókanir klukkan níu í morgun. „Við vorum reyndar að selja gjafabréf frá því fyrir jól og erum búin að selja ótrúlega mikið magn af þeim frá því við tókum þau í sölu þarna í nóvember.“

Aðsend/Axel Þórhallsson

Þá kemur aðsóknin bæði héðan frá, og úr hinum stóra heimi en fjölmörg dæmi eru um að erlendir ferðamenn á leið hingað til lands hafa bókað í böðin langt fram á haustið.

„Ég hugsa að það verði nú fljótt að fyllast marga dagana hjá okkur.“

Alltaf gott veður í heitu vatni

Í lóninu er stór laug, önnur minni, kaldur pottur og sauna. Auk þess má finna þar tvo bari í laugunum.

„Fólk getur setið hérna og legið og notið útsýnis yfir fjörðinn og yfir Akureyri. Tengst náttúrunni hérna á fallegan hátt.“

Aðaleigendurnir, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, séu búin …
Aðaleigendurnir, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, séu búin að vera með hugmyndina í maganum í þó nokkurn tíma. Aðsend/Axel Þórhallsson

Lónið er staðsett, líkt og nafnið gefur að kynna, í skógi innan um stór og mikil tré. Tinna segir að af þeim sökum sé veðursælt í lóninu, en þungbúið var fyrir norðan í dag.

„Umhverfið hérna er fallegt í hvaða veðri sem er, þannig ég held að það komi ekki að sök, segir Tinna.

„Það er sama hvernig veðrið er, hvort það sé sól eða rigning eða kuldi, það er alltaf hlýtt og gott ofan í böðunum.

Aðsend/Axel Þórhallsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK