Mikil trú á Selfoss drífur verkefnið áfram

Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.
Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég held að það sé einmitt aðalástæða þess að þetta hefur heppnast jafn vel og raun ber vitni. Það er svo mikið hjarta í þessu verkefni,“ segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, um nýjan miðbæ Selfoss sem var opnaður formlega fyrir rúmu ári.

Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum sem fylgir Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

„Þetta er búið að vera ævintýralegt fyrsta ár og ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt. Það hefur þó gengið á ýmsu og við þurft að takast á við ýmis ófyrirséð verkefni sem rekja má til þessara sögulegu atburða sem hafa dunið á okkur undanfarin misseri,“ segir Vignir og vísar til Covid-takmarkana og átaka í Úkraínu.

Margir höfðu efasemdir

Vignir telur óhætt að fullyrða að bæjarbúar séu afar ánægðir með miðbæinn, sem þeir hafa beðið lengi eftir.

„Það höfðu ýmsir efasemdir, sem ég skil, en ég vona að það sé nú búið að blása á þær raddir í eitt skipti fyrir öll. Leiðarljósið í verkefninu hefur verið að gera Selfoss að betri stað og hönnun miðbæjarins miðar að því að uppfylla þarfir heimamanna. Við trúum því að ef við gerum það rétt og heimamenn noti þennan miðbæ til þess að sækja sér þjónustu, verslun og einfaldlega njóta – þá muni aðrir fylgja.“

Þrettán hús hafa nú risið í miðbæ Selfoss og telja þau samtals rúmlega fimm þúsund fermetra. Ráðgert er að heildarkostnaður við uppbygginguna verði 15 milljarðar króna.

Meira í ViðskiptaMogganum sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK