Nettó opnar eigin netverslun

Nettó hefur nú opnað eigin netverslun en undanfarin fimm ár …
Nettó hefur nú opnað eigin netverslun en undanfarin fimm ár hefur verslunin verið með netverslun í samstarfi við aha.is Ljósmynd/Aðsend

Verslunin Nettó hefur opnað eigin netverslun á netto.is, en undanfarin fimm ár hefur Nettó haldið úti netverslun í samstarfi við aha.is.

Fram kemur í tilkynningu að markmiðið með nýju netversluninni sé að mæta auknum kröfum viðskiptavina á netinu en umfang netverslunar Nettó hefur margfaldast frá því að hún var opnuð í september 2017.

Þá er komin tenging við Samkaupa appið. Tengingin veitir viðskiptavinum 2% afslátt af matarkörfunni. 

„Við höfum átt í farsælu samstarfi með aha.is en við höfum fulla trú á að netverslun verði hluti af okkar kjarnastarfsemi á næstu árum samhliða því sem hlutdeild hennar á matvörumarkaðnum eykst.“ 

„Í dag þjónustar netverslunin okkar bæði höfuðborgarsvæðið og viðskiptavini um allt land en opnun eigin netverslunar er mikilvægur liður í að bæta þjónustu við landsmenn auk þess sem með þessu erum við að halda áfram að einfalda og bæta upplifun fólks við matarinnkaupin,“ er haft eftir Heiðari Róbert Birnusyni, rekstrarstjóra Nettó.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK