Besta sætanýting Icelandair í septembermánuði frá upphafi

Heildarfjöldi farþega Icelandair í september var 387 þúsund, samanborið við 212 þúsund farþega í september í fyrra. Sætanýting var 83,3%, sem er besta sætanýting félagsins í septembermánuði frá upphafi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu, sem birti í dag flutningatölur í Kauphöll.

Fjöldi farþega var um 86% af fjöldanum í september árið 2019 og sætaframboð 84% af framboðinu 2019. Fram kemur í tilkynningunni að farþegafjöldinn á þriðja ársfjórðungi þessa árs hafi verið tæp 88% af því sem hann var á sama tímabili 2019, en gjarnan er miðað við árið 2019 í samanburði þar sem það var síðasta heila árið fyrir kórónuveiru-faraldurinn.

Farþegar í millilandaflugi voru 362 þúsund, samanborið við 191 þúsund í september 2021. Fjöldi farþega til Íslands var 141 þúsund og frá Íslandi 48 þúsund. Tengifarþegar voru 173 þúsund, eða 48% af heildarfjölda millilandafarþega. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4%, samanborið við 62% í september 2021.

Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 25 þúsund, samanborið við um 21 þúsund í september 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK