Tekjur Kerecis aukast verulega á milli ára

Guðmundur Fertram Sigurjónsson var valinn frumkvöðull ársins hjá Ernst & …
Guðmundur Fertram Sigurjónsson var valinn frumkvöðull ársins hjá Ernst & Young í Bandaríkjunum í fyrra.

Tekjur lækningavörufyrirtækisins Kerecis jukust um tæplega 150% á milli ára, og námu um 72 milljónun Bandaríkjadala á liðnu ári.

Þetta kemur fram í bréfi sem Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, sendi hluthöfum vestanhafs í gærkvöldi og Morgunblaðið er með undir höndum. Fjárhagsári félagsins lauk í lokt september sl. Heildarafkoma félagsins er ekki kynnt í bréfinu en þó kemur fram að gert er ráð fyrir jákvæðri EBITDA afkomu á árinu.

Fram kemur að félagið hafi sett sér það markmið að afla 50 milljóna dala í tekjur á árinu, og eru heildartekjur félagsins því nokkuð umfram væntingar. Tekjur félagsins námu 29 milljónum dala á árinu á undan og jukust þá um rúmar 11 milljónir dala. Á grafinu hér fyrir neðan, sem birt er í bréfinu, sést hvernig tekjur Kerecis hafa aukist á liðnum árum.

Tekjur Kerecis frá 2017.
Tekjur Kerecis frá 2017.

Þá segir Guðmundur jafnframt að félagið hafi náð fram hagræðingu í tæknimálum, að starfsemi félagsins hafi fest góðar ræður í Bandaríkjunum og að endurgreiðslur af hálfu bandarískra stjórnvalda í gegnum sjúkratryggingaform (Medicare og Medicaid) eigi sinn þátt í tekjuaukningu félagsins. Þá kemur einnig fram að félagið geri ráð fyrir aukinni greiðsluþátttöku tryggingarfélaga vegna notkunar á vörum Kerecis.

Kerecis er nú með um 140 starfsstöðvar vestanhafs, en hver starfsstöð hefur á bilinu 1-3 starfsmenn. Guðmundur segir í bréfinu að stefnt sé að því starfsstöðvarnar verði 240 og gert sé ráð fyrir því að ráða um 70 starsfmenn á komandi fjárhagsári. Þá eru átta sölumenn félagsins að störfum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss en gert sé ráð fyrir að fjölga starfsmönnum á svæðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK