Kostnaður við ráðningu ráðgjafa ekki gefinn upp

Guðmundur Björgvin Helgason.
Guðmundur Björgvin Helgason.

Ríkisendurskoðandi gefur ekki upp launakostnað eða ráðningarkjör Jóns Þórs Sturlusonar, deildarforseta viðskiptadeildar HR og fv. aðstoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins, við gerð stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar vegna sölu ríkisins á 22,5% hlut sínum í Íslandsbanka, sem skilað var í síðustu viku. ViðskiptaMogginn spurði hvernig ráðning Jóns Þórs hefði komið til, í hverju vinna hans hefði falist og hver kostnaðurinn væri við ráðninguna.

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir í svari sínu að ákvæði upplýsingalaga taki ekki til Ríkisendurskoðunar. Þá fengust ekki upplýsingar um það hvort vinnu Jóns Þórs fyrir embættið væri lokið eða hvort hann væri enn að störfum né heldur kostnaður embættisins við gerð úttektarinnar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK