Lagabreyting eykur áhuga erlendra fjárfesta á bréfum

Ný lög um útgáfu sértryggðra skuldabréfa auðveldar íslensku bönkunum að …
Ný lög um útgáfu sértryggðra skuldabréfa auðveldar íslensku bönkunum að fjármagna sig á erlendri grund. Eggert Jóhannesson

Breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf taka gildi í dag. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun frá Evrópusambandinu, sem snýr að áhættuskuldbindingum í formi sértryggðra skuldabréfa og er ætlað að samhæfa reglur aðildarríkja um sértryggð skuldabréf og skapa sameiginlegan og einsleitan markað með bréfin. Markmiðið með breytingunum er að auka fjárfestavernd og efla eftirlit með útgáfu sértryggðra skuldabréfa.

Útgáfa stóraukist

Lög um sértryggð skuldabréf tóku fyrst gildi árið 2008 og voru fyrstu sértryggðu skuldabréfin gefin út hér á landi árið 2011. Með sértryggðum skuldabréfum er átt við skuldabréf sem njóta ákveðins forgangs í kröfuréttarröð fari svo að útgefandi bréfanna verði gjaldþrota. Er skuldabréfaútgáfan sértryggð með sérstökum tryggingum innan fjármálafyrirtækisins, sem kröfuhafar geta gengið að fari allt á versta veg. Sértryggð skuldabréf eru því mjög áhættulítill fjárfestingarkostur. Útgáfa sértryggðra skuldabréfa nam í lok ársins 2021 tæpum 630 milljörðum króna að bókfærðu virði, sem nemur um 14% af efnahagsreikningi stóru viðskiptabankanna þriggja.

Mjög jákvætt skref

Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka, segir að til lengri tíma litið sé um að ræða mjög jákvætt skref.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK