180 milljarðar í lyfjaþróun

Róbert Wessmann, forstjóri Alvotech, flutti erindi á Iðnþingi.
Róbert Wessmann, forstjóri Alvotech, flutti erindi á Iðnþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech hefur frá stofnun félagsins fyrir tíu árum varið 180 milljörðum króna í þróun nýrra samheitalyfja, eða lyfjahliðstæðna.

„Til að setja þá upphæð í samhengi jafngildir það hér um bil kostnaðinum við að reisa tvo nýja Landspítala. Erum við með átta lyf í þróun og búin að tryggja okkur aðgang að yfir 90 mörkuðum um allan heim,“ segir Róbert Wessmann, forstjóri Alvotech, m.a. í viðtali sem birtist í sérblaði Morgunblaðsins í dag í tilefni af Iðnþingi. Þar rakti Róbert sögu Alvotech og stefnu fyrirtækisins.

Róbert segir það taka sex til níu ár að þróa nýja líftæknilyfjahliðstæðu og kosti á bilinu 15-20 milljarða króna.

500 milljarða virði

Alvotech var skráð í Nasdaq-kauphöllina í New York í júní á síðasta ári. Þá var fyrirtækið metið á 2,24 milljarða dala en markaðsvirðið í dag er í kringum 3,48 milljarða dala, jafnvirði um 500 milljarða króna. Hjá Alvotech í Vatnsmýrinni starfar fjöldi erlendra sérfræðinga og annarra starfsmanna. Róbert segir nýleg lög hér á landi hafa skipt miklu fyrir Alvotech, þ.e. að erlendir sérfræðingar sem hingað koma njóta afsláttar af tekjusköttum fyrstu þrjú árin í starfi.

Að sögn Róberts hafa um 400 erlendar fjölskyldur flust til landsins vegna starfa hjá Alvotech. Íbúðir hafa verið tiltækar fyrir þær fyrstu mánuðina.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK