Ekkert innflutt hunang frá Bretlandi stóðst prófanir

Bretar fluttu í fyrra inn meira en 38 þúsund tonn …
Bretar fluttu í fyrra inn meira en 38 þúsund tonn af hunangi frá stærsta birgja sínum, Kína. mbl.is/foodmatters.com

Ný rannsókn á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur afhjúpað fölsun á innfluttu sýrópi sem merkt var sem ekta. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að öll tíu sýnin af hunangi frá Bretlandi innihéldu ódýrt sykursíróp.

Hunangið kann að hafa verið blandað í Bretlandi, en er líklega upprunnið erlendis, að því er Guardian greinir frá.

„Slík vinnubrögð blekkja neytendur og setja heiðarlega framleiðendur í hættu, þar sem þeir standa frammi fyrir ósanngjarnri samkeppni frá rekstraraðilum sem geta lækkað verð þökk sé ólöglegum, ódýrum hráefnum,“ segir í yfirlýsingu frá ESB.

Er þetta ekki í fyrsta sinn sem rannsóknir benda til þess að breskir neytendur séu sviknir um hunang. Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti um helgina að málið væri til rannsóknar, en engin hætta væri á matvælaöryggi.

Fluttu inn 38 þúsund tonn af hunangi í fyrra

Rannsakendur prófuðu alls 320 sýni og komust að því að 147 þeirra, eða 46 prósent, væru grunsamleg þar sem að minnsta kosti eitt merki um óviðkomandi sykurgjafa fannst.

Bretar fluttu í fyrra inn meira en 38 þúsund tonn af hunangi frá stærsta birgja sínum, Kína.

„Bretland er yfirfullt af ódýru, fölsku hunangi sem er flutt inn frá Kína. Það sem veldur vonbrigðum er að bresk yfirvöld hafa verið mjög treg til að taka á þessu vandamáli,“ segir Arturo Carrillo, sem hefur framkvæmt margar prófanir á hunangi í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK