Karl og Haraldur til Terra

Karl F. Thorarensen (t.h.) og Haraldur Eyvinds Þrastarson (t.v.) hefja …
Karl F. Thorarensen (t.h.) og Haraldur Eyvinds Þrastarson (t.v.) hefja störf hjá Terra umhverfisþjónustu. Terra

Karl F. Thorarensen Terra og Haraldur Eyvinds Þrastarson hafa hafið störf hjá Terra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Terra umhverfisþjónustu.

Karl hefur störf sem innkaupastjóri Terra. Hann kemur frá Icelandair þar sem hann starfaði sem innkaupastjóri. Fyrir það var hann innkaupastjóri hjá Emmessís og Odda. Hann bjó í Rússlandi frá 2001 til 2003 og stundaði nám í Ríkisháskólanum í Pétursborg. Hann lærði markaðs- og útflutningsfræði og síðar viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Síðustu misseri hefur hann verið í mastersnámi í stjórnun og stefnumótun við HÍ með vinnu.

Haraldur sem forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar hjá Terra. Hann kemur frá Advania en þar starfaði hann sem stjórnandi á sviði viðskiptalausna. Þar áður var Haraldur stjórnandi á fjármálasviði Símans til fjölda ára. Haraldur er með bakkalársgráðu í viðskiptafræði, með áherslu á vöru- og aðfangakeðjustjórnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK