Léttir að vera réttum megin við núllið

Ágúst segir sláturhús of mörg á Íslandi og tæknin áratugagömul. …
Ágúst segir sláturhús of mörg á Íslandi og tæknin áratugagömul. Hægt sé að auka afköst með tæknivæðingu. Sigurður Jónsson

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri matvælafyrirtækisins Kjarnafæðis Norðlenska hf., segir í samtali við ViðskiptaMoggann það hafa verið létti að ná að vera réttum megin við núllið í rekstrinum 2022. Það sýni að sameining Kjarnafæðis hf., Norðlenska matborðsins ehf. og SAH Afurða ehf. hafi verið skynsamleg ákvörðun sem skili umtalsverðri hagræðingu í rekstri.

Rekstur félaganna var þungur fyrir sameiningu en árið 2022 var fyrsta heila rekstrarár samstæðunnar eftir að félögin fengu heimild til að sameinast um mitt ár 2021.

„Sameiningin var forsenda þess að tryggja þennan rekstur til framtíðar,“ segir Ágúst. „Það gleður okkur mjög að sameiningin, sem við lögðum mikla vinnu í að klára, sé að skila árangri. Það skiptir alla máli, viðskiptavini, starfsmenn, bændur og eigendur. Okkur rennur blóðið til skyldunnar að gera reksturinn sjálfbæran til framtíðar.“

Ellefu milljarða tekjur

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins voru tekjurnar ellefu milljarðar á síðasta ári og jukust um 15% milli ára. Afkoman batnaði frá fyrra ári og var eftir skatta jákvæð um 178 milljónir króna samanborið við 152 milljóna króna tap á árinu 2021.

Kjarnafæði Norðlenska samstæðan er stærsti kjötframleiðandi landsins. Hjá samstæðunni eru unnin yfir 300 ársverk.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK