Verðtryggð lán taka yfir

Miklar sviptingar hafa verið á íbúðalánamarkaði samhliða versnandi efnahagshorfum undanfarin …
Miklar sviptingar hafa verið á íbúðalánamarkaði samhliða versnandi efnahagshorfum undanfarin misseri. Samsett mynd

Miklar sviptingar hafa verið á íbúðalánamarkaði samhliða versnandi efnahagshorfum undanfarin misseri. Þrátt fyrir að verðbólga sé mikil, og ljóst sé að hún vari áfram um nokkurt skeið, leita lántakendur í auknum mæli skjóls frá síhækkandi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með því að færa sig yfir í verðtryggð lán. Þróunin er þessi þrátt fyrir að raunvextir óverðtryggðra lána hafi verið neikvæðir í nokkurn tíma.

Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands um ný útlán tóku heimili ný íbúðalán í febrúar að andvirði samtals 3,9 milljarða króna. Þar af námu ný verðtryggð lán sex milljörðum en á móti voru óverðtryggð lán greidd upp um sem nemur 2,1 milljarði króna. Frá því í desember síðastliðnum hafa þau tekið verðtryggð íbúðalán fyrir um 21 milljarð króna og greitt þau óverðtryggðu upp um þrjá milljarða.

Kort/mbl.is

Verðtryggðu lánin byrjuðu að sækja í sig veðrið snemma á síðasta ári en fram að því höfðu lántakendur greitt slík lán upp í stórum stíl allt frá upphafi kórónuveirufaraldurs. Framan af faraldri fóru stýrivextir Seðlabankans lækkandi og voru óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum þá vinsælasta lánsformið. Eftir að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fyrsta skipti um árabil í maí 2021 fóru heimilin jafnt og þétt að færa sig yfir í óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Lánin tóku smám saman yfir nýjar lánveitingar, samhliða ört hækkandi stýrivöxtum eftir því sem leið á árið 2021 og voru þau ráðandi allt þar til verðtryggðu lánin tóku yfir nú í haust.

Kort/mbl.is

Breytilegir grunnvextir óverðtryggðra íbúðalána bankanna eru nú á bilinu 8%-9,34% en þeir voru lægstir á bilinu 3,3%-4,44% í desember 2020. Þessi mikla hækkun hefur ekki leitt til aukinna vanskila meðal viðskiptavina bankanna, en bankarnir kannast þó við fólk færi sig í auknum mæli yfir í verðtryggð íbúðalán. Um helmingur óverðtryggðu lánanna ber fasta vexti en stærstur hluti þeirra losnar ekki fyrr en árin 2024 og 2025.

Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK