Segja óvissu ríkja um stöðu Aðalsteins

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari hélt blaðamannafund undir lok janúar þar sem …
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari hélt blaðamannafund undir lok janúar þar sem hann kynnti miðlunartillögu í kjaradeilu SA og Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvissa með stöðu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara kann að hafa áhrif á gerð kjarasamninga næsta haust, þá sérstaklega ef og þegar viðræðum Eflingar við Samtök atvinnulífsins (SA) verður vísað til embættisins.

Um þetta er fjalla þeir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, og Stefán Einar Stefánsson, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu, í nýjasta þætti hlaðvarps Þjóðmála. Stefán Einar hélt því fram á sama vettvangi undir lok janúar, þegar ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA, að tillagan væri ótímabær og að Aðalsteinn kynni að hafa hlaupið á sig með tímasetninguna. Það kom á daginn og síðar sagði Aðalsteinn sig frá málinu og Ástráður Haraldsson var settur í hans stað.

Þó deilunni sé nú lokið með undirrituðum kjarasamningi þykir ljóst að þetta mun hafa einhverja eftirmála.

„Maður heyrir það atvinnurekendamegin og líka hjá fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að menn eru eitt spurningamerki um stöðu Aðalsteins Leifssonar,“ segir Stefán Einar í þættinum.

„Nýtur hann trausts og umboðs til þess að koma inn í kjarasamningsgerðina sem er í raun hafin nú þegar og verður sennilega fyrr en síðar vísað til embættisins?“ spyr hann og bætir við að þegar hann hafi hröklast frá málinu hafi hann misst traust samningsaðila.  

„Þó svo að SA hafi lýst því  yfir að þau vildu ekkert skipta um sáttasemjara, þá er það þannig að eftir frumhlaupið og það hvernig hann tímasetti sínar aðgerðir að þá var honum ekki vært í þessu verkefni. Ég held að Sólveig Anna [Jónsdóttir, formaður Eflingar] sé langræknari en svo að hann eigi þarna afturkvæmt.“

Í þættinum benda þeir Hörður og Stefán Einar á að engin fyrirsjáanleg breyting verði á forystu helstu félaga innan verkalýðshreyfingarinnar.

Í þættinum er jafnframt fjallað um ársfund Seðlabankans og ráðningu í nýja stöðu innan bankans, breytingar á forystu Samtaka atvinnulífsins, ný lög um leigubílaakstur, orð forsætisráðherra um að atvinnulífið skuldi hinu opinbera fjármagn og margt fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK