VÍS og Fossar sameinast undir tveimur forstjórum

Kaupin eru háð skilyrðum svo sem samþykki eftirlitsstofnana og samþykki …
Kaupin eru háð skilyrðum svo sem samþykki eftirlitsstofnana og samþykki hluthafafundar VÍS. Samsett mynd

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka (Fossar) hafa undirritað kaupsamning um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum. Kaupin eru gerð á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna, að því er fram kemur í tilkynningu frá VÍS.

Þar segir að kaupin séu háð skilyrðum svo sem samþykki eftirlitsstofnana og samþykki hluthafafundar VÍS.

„Horft er til þess að áhrif af sameiningu felist fyrst og fremst í tækifærum til vaxtar og sóknar frekar en kostnaðarhagræðingu,“ segir í tilkynningu.

Að lokinni sameiningu verður Haraldur Þórðarson ráðinn forstjóri VÍS samhliða Guðnýju Helgu Herbertsdóttur.

Haraldur mun stýra rekstri samstæðunnar, fjármögnun og þróun fjármálastarfsemi en Guðný Helga tryggingarekstrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK