Rafmyntanáma í Reykjanesbæ

Bandarískt rafmyntarfyrirtæki hefur gert samning við íslenska fyrirtækið GreenBlocks ehf …
Bandarískt rafmyntarfyrirtæki hefur gert samning við íslenska fyrirtækið GreenBlocks ehf um rafmyntanámu í Reykjanesbæ.

Bit-Digital, bandarískt rafmyntarfyrirtæki, mun auka námustarfsemi sína á rafmyntum hér á landi. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta áætlar að skattleggja rafmyntir.

Námuvinnsla á rafmyntum er afar orkufrek starfsemi en framkvæmdastjóri Bit-Digital segir í samtali við The Wall Street Journal að ríflega tveir þriðju af námuvinnslu fyrirtækisins sé kolefnislaus. Hann segir einnig að aukin starfsemi á Íslandi myndi notast við vatnsafls- og jarðvarmaorku.

Í fréttatilkynningu frá Bit-Digital segir að fyrirtækið sé búið að gera samning við íslenska fyrirtækið GreenBlocks ehf. um hýsingu rafmyntanámustarfsemi í Reykjanesbæ upp á um það bil 8,25 megavött.

2.500 tölvur í lok mánaðar

Ef allt gengur eftir áætlun mun einn fimmti námuvéla fyrirtækisins vera hýstur í Kanada og hér á landi. Fyrirtækið hefur þegar keypt 2.500 nýjar vélar sem verða notaðar í rafmyntanámustarfsemi að sögn Samir Tabar, forstjóra fyrirtækisins.

Þessar vélar verða allar hýstar hér á landi en samtals kostuðu þær um 3,6 milljónir Bandaríkjadala eða um 508 milljónir íslenskra króna. Búist er við því að tölvurnar verði komnar til landsins fyrir lok þessa mánaðar.

Nýjar tillögur frá bandarískum stjórnvöldum um skattlagningu rafmynta koma í kjölfar hruns FTX. Stjórnvöld vestra hafa lengi haft áhyggjur af mikilli raforkunotkun rafmyntafyrirtækja og segja að slík starfssemi hækki raforkukostnað Bandaríkjamanna þar sem fyrirtækin deili raforkuneti með þjóðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK