Magnús ráðinn nýr forstöðumaður RSV

Magnús Sigurbjörnsson er nýr forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar (RSV).
Magnús Sigurbjörnsson er nýr forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar (RSV).

Magnús Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar (RSV). Starfsemi rannsóknarsetursins felst í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun.

Í tilkynningu frá RSV kemur fram að Magnús hefur starfað sem stafrænn ráðgjafi síðustu ár með áherslu á vefþróun, vefverslanir og stafræna markaðssetningu. Þá var hann framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins á árunum 2013-2017.

Magnús lauk MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021 og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla árið 2011.

„Ég hlakka mikið til að stækka og efla RSV á næstu mánuðum. Við búum yfir gríðarlega mikið af upplýsingum um hvernig við sem neytandi högum okkur en þessar upplýsingar eiga bæði erindi við stjórnendur fyrirtækja og almenning,” segir Magnús í tilkynningunni.

„Við erum mjög spennt að fá Magnús til liðs við okkur til að leiða RSV. Rannsóknarsetrið hefur verið í mikilli stefnumótunarvinnu síðustu tvö ár og á haustmánuðum kynnti það nýja vöru, notendavefinn Sarpinn, en hann inniheldur allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Þetta var stórt skref hjá RSV og hefur Magnús þá styrkleika sem við teljum að setrið þurfi á þessum tímapunkti til að halda áfram þessari spennandi vegferð sem setrið er á,” segir María Jóna Magnúsdóttir, formaður stjórnar RSV.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK