Boðar stórsókn á leigubílamarkaði

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavik.
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavik.

„Þetta snýst um notandann. Það er hann sem þarf ferðina. Eins og þetta hefur verið þá er erfitt að fá leigubíl, það er ekkert leyndarmál, og þá er það það eina sem við getum gert að hoppa inn á þennan markað og auka öryggi, gæði, gagnsæi og framboð.“

Þetta segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavik, en fyrirtækið opnar af fullum krafti fyrir leigubílaþjónustu sína á morgun. Síðastliðna viku hefur fyrirtækið prófað hugbúnað þann sem liggur að baki þjónustunni. Hann er þróaður hér á landi en svipar í mörgu til hinnar alþjóðlegu tækni sem kennd er við fyrirtækið Uber.

Sæunn Ósk segir að Hopp sé nú þegar komið með um 50 bílstjóra sem hyggist aka undir merkjum fyrirtækisins og flest stefni í að þeim muni fjölga verulega á komandi dögum og vikum. Mikil eftirspurn sé eftir þjónustu sem byggist á notendavænu viðmóti.

Það sem greinir þjónustu Hopp frá þeirri sem rótgrónu leigubílastöðvarnar bjóða er að fólk pantar og greiðir fyrir ferðir sínar áður en lagt er af stað. Þá geta notendur gefið ökumönnum einkunn fyrir veitta þjónustu og hið sama gildir um möguleika bílstjóranna gagnvart notendum tækninnar.

Sæunn Ósk, sem er nýjasti gestur Dagmála, segir að með nýrri nálgun á þennan hluta samgöngukerfisins megi bæta þjónustuna og lækka verð til neytenda. Það muni skila sér í aukinni notkun sem aftur dragi úr álagi á samgöngumannvirki landsins. Hopp starfrækir nú þegar þúsundir rafskúta í borgarlandinu og nýta þúsundir manna sér þjónustu og tækni fyrirtækisins á hverjum einasta degi.

Viðtalið við Sæunni má sjá og heyra hér:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK