Áfengi afhent á sunnudögum í Costco

Costco hyggst selja og afhenda áfengi á sunnudögum í verslun …
Costco hyggst selja og afhenda áfengi á sunnudögum í verslun sinni í Kauptúni. Kristinn Magnússon

Samkvæmt upplýsingum frá Costco munu viðskiptavinir geta pantað áfengi og fengið það afhent á sunnudögum eins og aðra vikudaga.

Eins og fram hefur komið ákvað verslunin að bjóða einstaklingum áfengi í netsölu og hófst hún í fyrradag. Til þessa hefur áfengi einungis verið í boði fyrir heildsala. 

Athygli vekur að samkvæmt áfengislögum er óheimilt að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. Sunnudagar eru skilgreindir sem helgidagar í helgidagalögum.

Þá fengust þær upplýsingar frá Costco að fyrirtækið seldi um eitt þúsund einingar af áfengi í fyrradag eftir að upplýst var um netsöluna.

Þegar blaðamann bar að garði í Costco var löng röð í áfengissölu hluta verslunarinnar. Margir völdu að klára matvöruinnkaupin með því að staldra við og ná sér í áfengi.

Fyrirkomulagið er þannig að á afgirtum hluta verslunarinnar er áfengið geymt. Viðskiptavinir geta því pantað áfengi á netinu með um 5-10 mínútna fyrirvara og sótt vörurnar í framhaldinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK