Ásta Dís tekin við hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins

Ásta Dís Óladóttir, nýr stjórnarformaður sjóðsins.
Ásta Dís Óladóttir, nýr stjórnarformaður sjóðsins. Ljósmynd/Silla Páls

Ásta Dís Óladóttir hefur tekið við sem stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún tekur við af Sigurði Hannessyni sem hefur starfað sem formaður frá 2018.

Um er að ræða sjóð sem fjárfestir í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Greint er frá því að hlutverk hans sé að stuðla að uppbyggingu íslensks atvinnulífs með þessum hætti.

Varaformaður stjórnar er Sigríður Mogensen en í stjórninni ásamt henni og Ástu eru Ragnhildur Jónsdóttir, Róbert Farestveit og Valdimar Halldórsson.

Sjóðurinn sem brúar bilið

Áður hefur Ásta sinnt hinum ýmsu stjórnarsetum fyrir sjóðinn, en hún er dósent í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands og lauk doktorsgráðu við Copenhagen Business School árið 2010.

„[Hún] hefur á undanförnum árum stýrt hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum, auk þess að sinna kennslu við háskóla bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur setið í fjölmörgum stjórnum, ráðum og nefndum í gegnum árin. Ásta Dís er formaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands, Vísindasjóðs Háskólans á Akureyri og Jafnvægisvogarinnar. Hún situr í stjórn Samherja og tengdra félaga og í eftirlitsnefnd með framkvæmd lána með ríkisábyrgð vegna Covid 19,” segir í tilkynningu vegna stjórnendaskiptanna.

Haft er eftir Ástu að hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi tímum hjá sjóðnum.

„Sjóðurinn hefur nýverið farið í gegnum stefnumörkun og fengið nýja ásýnd, auk þess sem hann er að fjárfesta í allra minnstu sprotunum á markaðnum. Hann á því ekki í samkeppni við aðra sjóði um fjárfestingu heldur brúar bilið þar til aðrir sjóðir eru líklegir til að fjárfesta. Það er alveg ljóst í dag að það er mikil þörf fyrir slíkar fjárfestingar á markaðnum og spennandi tímar fram undan, því það má með sanni segja að nýsköp­un sé undanfari allra þeirra tækni­breyt­inga sem við höf­um séð og upp­lifað á síðustu árum og áratugum og við erum bara rétt að byrja,“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK