Lukas nýr framkvæmdastjóri hjá Össuri

Lukas Märklin hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.
Lukas Märklin hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Ljósmynd/Aðsend

Lukas Märklin hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Össurar hf. og tekur hann við síðar á árinu af Agli Jónssyni sem hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu í lok árs, þar sem hann hyggst fara á eftirlaun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Lukas kemur til Össurar frá Straumann, leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði lækningatækja, þar sem hann hefur verið leiðtogi í yfir tvo áratugi, nú síðast sem yfirmaður rekstrarsviðs. Hann er vélaverkfræðingur að mennt með meistaragráðu frá ETHZ Swiss Federal Institute of Technology.

„Egill Jónsson hefur verið mikilvægur leiðtogi innan Össurar síðastliðin 27 ár. Hann hefur tekið þátt í örum vexti félagsins og leitt umbreytingar á framleiðslu, gæða- og aðfangastýringu Össurar á heimsvísu. Össur framleiðir þúsundir vara í sex löndum og dreifimiðstöðvar á lykilmörkuðum sjá um vörudreifingu til yfir 100 landa. Fyrir hönd Össurar vil ég þakka Agli kærlega fyrir hans mikilvæga framlag og óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK